Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mið 11. júlí 2018 22:06
Mist Rúnarsdóttir
Margrét Sif: Þetta var smá pirringsskot
Margrét Sif skoraði tvö í mikilvægum sigri HK/Víkings
Margrét Sif skoraði tvö í mikilvægum sigri HK/Víkings
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK/Víkingurinn Margrét Sif Magnúsdóttir var að vonum kampakát eftir mikilvægan 3-1 sigur á KR. Leikurinn var skemmtilegur áhorfs enda bæði lið ákveðin í að sækja sigur. Hvernig fannst Margréti Sif að spila leikinn?

„Bara virkilega gaman. Sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum slakar í fyrri en byrjuðm að sækja í seinni og gerðum þetta sem lið.“

Lestu um leikinn: KR 1 -  3 HK/Víkingur

KR komst yfir á 9. mínútu en það tók HK/Víking aðeins tvær mínútur að jafna.

„Við höfðum allan tímann trú á að við myndum jafna þetta. Við erum með það sterkt sóknarlið að við vissum alveg að við værum að fara að skora,“ sagði Margrét Sif sem sá svo um markaskorun HK/Víkings í síðari hálfleik.

„Það var kominn tími til að setj‘ann í staðinn fyrir að leggja upp,“ sagði miðjumaðurinn sem byrjaði á að koma HK/Víkingum yfir með þrumuskoti utan teigs.

„Þetta var smá pirringsskot en það skilaði sér,“ sagði Margrét sem smellhitti boltann. Seinna markið var gjörólíkt en þá nýtti hún sér misskilning á milli varnar- og markmanns KR, stal boltanum og kom honum í netið.

„Við lásum þetta vel sem lið. Ég náði að stela honum og pota honum inn.“

Nú þegar deildin er hálfnuð eru HK/Víkingar með 10 stig sem hefur alltaf þótt gott þegar nýliðar eiga í hlut. Margrét Sif er sátt með uppskeruna en sér þó eftir stigum sem töpuðust til Grindavíkur.

„Við mættum vera með fleiri stig. Við hefðum átt að vinna Grindavík, spiluðum þann leik ekki nógu vel og hefðum átt að stela einhverjum stigum af þessum stóru liðum.“

Nánar er rætt við markaskorarann í sjónvarpinu hér að ofan en hún segist trúa því að lið hennar geti gert enn betur í síðari hluta móts.
Athugasemdir
banner
banner