Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   fim 11. júlí 2019 11:19
Magnús Már Einarsson
Real Madrid og Barcelona berjast um Neymar
Real Madrid ætlar að berjast við Barcelona um að fá Neymar, leikmann PSG, í sínar raðir.

Fréttir frá Spáni segja að Florentino Perez, forseti Real Madrid, vilji fá Neymar til félagsins.

Barcelona er líka á eftir Neymar en félagið vonast til að geta stillt Lionel Messi, Luis Suarez og Antoine Griezmann öllum saman upp á næsta tímabili.

Engin formleg tilboð hafa ennþá borist á borðið hjá PSG en talið er að samband forráðamanna félagsins sé betra við Real Madrid en Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner