Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   lau 11. júlí 2020 22:27
Helgi Fannar Sigurðsson
Igor Bjarni: Stærra vandamál en að svara í einni setningu
Igor Bjarni Kostic.
Igor Bjarni Kostic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er drullufúl. Þetta eru tveir leikir í þessari viku á móti tveimur sterkum andstæðingum sem að enda alveg eins og á alveg eins hátt," sagði Igor Bjarni Kostic, þjálfari Hauka, svekktur eftir 1-2 tap gegn Kórdrengjum fyrr í dag.

Haukar voru lakari aðilinn til að byrja með og réðu Kórdrengir ferðinni fyrstu mínúturnar. Haukar unnu sig svo smátt og smátt inn í leikinn. Staðan var markalaus þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik. Haukar komust svo yfir á 62. mínútu þegar Tómas Leó Ásgeirsson skoraði úr vítaspyrnu. Albert Brynjar Ingason svaraði þó fyrir Kórdrengi með tveimur mörkum og þar við sat.

„Þótt við höfum talað um allar lexíurnar sem við ætluðum að taka með okkur gerum við nákvæmlega sömu hluti aftur á, í raun og veru, nákvæmlega sama hátt. Ætli við séum ekki bara að gjalda fyrir það að vera ungir og óreyndir? Engu að síður við ég fá meira frá strákunum."

Igor var spurður nánar út í þessa hluti sem hefur vantað upp á.

„Það er eitthvað í strúktúr, það er eitthvað í andlegu hliðinni og það er að sjálfsögðu eitthvað í reynslubankanum líka. Þetta spilar allt saman og er stærra vandamál en að svara þessu í einni setningu."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner