Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 11. júlí 2020 22:27
Helgi Fannar Sigurðsson
Igor Bjarni: Stærra vandamál en að svara í einni setningu
Igor Bjarni Kostic.
Igor Bjarni Kostic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er drullufúl. Þetta eru tveir leikir í þessari viku á móti tveimur sterkum andstæðingum sem að enda alveg eins og á alveg eins hátt," sagði Igor Bjarni Kostic, þjálfari Hauka, svekktur eftir 1-2 tap gegn Kórdrengjum fyrr í dag.

Haukar voru lakari aðilinn til að byrja með og réðu Kórdrengir ferðinni fyrstu mínúturnar. Haukar unnu sig svo smátt og smátt inn í leikinn. Staðan var markalaus þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik. Haukar komust svo yfir á 62. mínútu þegar Tómas Leó Ásgeirsson skoraði úr vítaspyrnu. Albert Brynjar Ingason svaraði þó fyrir Kórdrengi með tveimur mörkum og þar við sat.

„Þótt við höfum talað um allar lexíurnar sem við ætluðum að taka með okkur gerum við nákvæmlega sömu hluti aftur á, í raun og veru, nákvæmlega sama hátt. Ætli við séum ekki bara að gjalda fyrir það að vera ungir og óreyndir? Engu að síður við ég fá meira frá strákunum."

Igor var spurður nánar út í þessa hluti sem hefur vantað upp á.

„Það er eitthvað í strúktúr, það er eitthvað í andlegu hliðinni og það er að sjálfsögðu eitthvað í reynslubankanum líka. Þetta spilar allt saman og er stærra vandamál en að svara þessu í einni setningu."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner