Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
   lau 11. júlí 2020 22:27
Helgi Fannar Sigurðsson
Igor Bjarni: Stærra vandamál en að svara í einni setningu
Igor Bjarni Kostic.
Igor Bjarni Kostic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er drullufúl. Þetta eru tveir leikir í þessari viku á móti tveimur sterkum andstæðingum sem að enda alveg eins og á alveg eins hátt," sagði Igor Bjarni Kostic, þjálfari Hauka, svekktur eftir 1-2 tap gegn Kórdrengjum fyrr í dag.

Haukar voru lakari aðilinn til að byrja með og réðu Kórdrengir ferðinni fyrstu mínúturnar. Haukar unnu sig svo smátt og smátt inn í leikinn. Staðan var markalaus þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik. Haukar komust svo yfir á 62. mínútu þegar Tómas Leó Ásgeirsson skoraði úr vítaspyrnu. Albert Brynjar Ingason svaraði þó fyrir Kórdrengi með tveimur mörkum og þar við sat.

„Þótt við höfum talað um allar lexíurnar sem við ætluðum að taka með okkur gerum við nákvæmlega sömu hluti aftur á, í raun og veru, nákvæmlega sama hátt. Ætli við séum ekki bara að gjalda fyrir það að vera ungir og óreyndir? Engu að síður við ég fá meira frá strákunum."

Igor var spurður nánar út í þessa hluti sem hefur vantað upp á.

„Það er eitthvað í strúktúr, það er eitthvað í andlegu hliðinni og það er að sjálfsögðu eitthvað í reynslubankanum líka. Þetta spilar allt saman og er stærra vandamál en að svara þessu í einni setningu."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner