Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   lau 11. júlí 2020 22:27
Helgi Fannar Sigurðsson
Igor Bjarni: Stærra vandamál en að svara í einni setningu
Igor Bjarni Kostic.
Igor Bjarni Kostic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er drullufúl. Þetta eru tveir leikir í þessari viku á móti tveimur sterkum andstæðingum sem að enda alveg eins og á alveg eins hátt," sagði Igor Bjarni Kostic, þjálfari Hauka, svekktur eftir 1-2 tap gegn Kórdrengjum fyrr í dag.

Haukar voru lakari aðilinn til að byrja með og réðu Kórdrengir ferðinni fyrstu mínúturnar. Haukar unnu sig svo smátt og smátt inn í leikinn. Staðan var markalaus þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik. Haukar komust svo yfir á 62. mínútu þegar Tómas Leó Ásgeirsson skoraði úr vítaspyrnu. Albert Brynjar Ingason svaraði þó fyrir Kórdrengi með tveimur mörkum og þar við sat.

„Þótt við höfum talað um allar lexíurnar sem við ætluðum að taka með okkur gerum við nákvæmlega sömu hluti aftur á, í raun og veru, nákvæmlega sama hátt. Ætli við séum ekki bara að gjalda fyrir það að vera ungir og óreyndir? Engu að síður við ég fá meira frá strákunum."

Igor var spurður nánar út í þessa hluti sem hefur vantað upp á.

„Það er eitthvað í strúktúr, það er eitthvað í andlegu hliðinni og það er að sjálfsögðu eitthvað í reynslubankanum líka. Þetta spilar allt saman og er stærra vandamál en að svara þessu í einni setningu."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner