Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. júlí 2020 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Koulibaly segist vilja klára ferilinn með Napoli
Kalidou Koulibaly, miðvörður Napoli.
Kalidou Koulibaly, miðvörður Napoli.
Mynd: Getty Images
Kalidou Koulibaly er einn af þeim leikmönnum sem kemur ávallt fyrir hjá slúðurblöðunum.

Koulibaly er 29 ára gamall miðvörður sem leikið hefur með Napoli frá 2014. Það er alltaf verið að orða hann við stærri félög en núna segist hann vilja klára ferilinn með Napoli. Það sé þó hins vegar ekki í hans höndum.

„Fjölskylda mín er mjög ánægð hérna og það gerir mig ánægðan," sagði Koulibaly við Gazzetta dello Sport.

„Ég hef aldrei talað við félagið um að fara. Við þurfum að finna lausn og við munum finna hana, en ég hef aldrei talað um félagskiptamarkaðinn. Við sjáum hvað forsetinn gerir, hvort hann bjóði mér nýjan samning sem gerir mér kleift að klára ferilinn hérna. Ég á enn þrjú ár eftir af samningi og það er nægur tími."

„Ég er ekki að hugsa um neitt annað en Napoli."
Athugasemdir
banner
banner