De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fim 11. júlí 2024 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Fyrsti dagur Heimis með írska landsliðið
Heimir Hallgrímsson er tekinn við írska landsliðinu í fótbolta og var hans fyrsti dagur við stjórnvölinn í dag.

Heimir skoðaði sig vel um hjá írska fótboltasambandinu, þar sem hann mun starfa við frábærar aðstæður, og spjallaði við hina ýmsu stjórnarmenn og starfsmenn sem voru á svæðinu.

Heimir skoðaði aðstæður en hann fær ekki tíma með leikmannahópinum sínum fyrr en í landsleikjahlénu september, þegar Írar mæta til leiks í B-deild Þjóðadeildarinnar.

Þar eru Írar í riðli með nágrönnum sínum frá Englandi, sem féllu óvænt niður um deild í fyrra, Grikklandi og Finnlandi.


Athugasemdir
banner
banner