Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. ágúst 2020 10:53
Elvar Geir Magnússon
Óvissa með Evrópuleik Blika - Mögulegt að þeim verði dæmdur sigur gegn Rosenborg?
Frá Lerkendal, heimavelli Rosenborg.
Frá Lerkendal, heimavelli Rosenborg.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Í gær var dregið í forkeppni Evrópudeildarinnar en þar er leikinn einn stakur leikur að þessu sinni. Breiðablik fékk útileik gegn Rosenborg í Þrándheimi en leika á 27. ágúst.

Landlæknisembættið í Noregi hefur lagt til að Ísland verði sett á rauðan lista. Það þýðir að íslenskir ferðamenn á leiðinni til Noregs þurfa að fara í tíu daga sóttkví við komuna.

Þetta býr til óvissuástand varðandi leikinn en ef ekki verður hægt að spila á Lerkendal, heimavelli Rosenborg, er mögulegt að hann fari fram á hlutlausum velli í öðru landi.

Samkvæmt reglugerð UEFA getur lið verið dæmt 3-0 tap ef reglur ríkisstjórnar landsins sem settar eru eftir að leikstaður er tilkynntur hindra að mótherjarnir komist í leikinn.

Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri Breiðabliks sagði við Fótbolta.net að Blikar væru að fylgjast grannt með gangi mála. Hann reiknar þó fastlega með því að leikurinn verði spilaður, hvort sem það verði á Lerkendal eða á hlutlausum velli.

Reglugerðin:
I.1.6 Restrictions imposed by the national/local authorities of either club in a tie after the deadline for the clubs to inform the UEFA administration in accordance with paragraph I.1.1 shall, in principle, not be taken into account. In such cases, the club whose national/local authorities have imposed restrictions preventing the match from taking place as scheduled will be held responsible and the match will be declared by the UEFA Control, Ethics and Disciplinary Body to be forfeited by such club, which will be considered to have lost it 3-0.

Athugasemdir
banner
banner