Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Mikael Anderson: Alvöru íslensk frammistaða
banner
   sun 11. ágúst 2024 17:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Gunnlaugs: Ég held að þeir séu ekkert að fylgjast með leiknum
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar tóku á móti Vestra á heimavelli hamingjunnar þegar átjánda umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína í dag.

Víkingar gerðu þó nokkrar breytingar á sínu liði fyrir leikinn í dag og tóku snemma forystuna en urðu þó að sætta sig við aðeins eitt stig þegar uppi var staðið.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Vestri

„Sár og svekktur." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leik í dag. 

„Við vorum komnir í 1-0 frekar snemma og það var alveg augljóst að við vorum bara búnir á því. Það er þó ekkert hægt að setja út á strákana því þeir gerðu sitt besta. Við vorum farnir að skipta inn á ansi mikið af leikmönnum og þurftum að breyta liðinu mikið svo það er ekkert út á þá að setja." 

Vestri jafnaði leikunn undir lokin en Víkingar vildu meina að brotið hafi verið á Sveini Gísla í aðdraganda marksins og fékk Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga að sjá rauða spjaldið fyrir kröftug mótmæli. 

„Þetta var byrjað miklu fyrr en það. Ég held að þeir séu bara ekkert að fylgjast með leiknum. Eiður Aron á að fá rautt spjald þegar Valdi er komin einn í gegn. Það eru bara staðsetningar og annað sem er svo "way off" í nútíma elítu fótbotla. Þetta er bara svo slakkt."

„Ef maður segir eitthvað þá á maður að sýna fordæmi og svo kemur eitthvað twitter kjaftæði en það á við þegar foreldrar eru að rífa kjaft í 6. flokki og 4. flokki, 5. flokki en við erum í meistaraflokki og ef dómarar þola ekki einhverja gagnrýni og fara að grenja og eitthvað þess háttar þegar þjálfarar sem eru að berjast um titilinn er að treysta á að frammistöður séu í lagi. Ekki vera í íþróttum, í guðana bænum ef þú þolir ekki gagnrýni ekki vera í íþróttum." 

Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
2.    Víkingur R. 20 13 4 3 47 - 23 +24 43
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 20 5 6 9 34 - 39 -5 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner