Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   sun 11. ágúst 2024 17:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Gunnlaugs: Ég held að þeir séu ekkert að fylgjast með leiknum
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar tóku á móti Vestra á heimavelli hamingjunnar þegar átjánda umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína í dag.

Víkingar gerðu þó nokkrar breytingar á sínu liði fyrir leikinn í dag og tóku snemma forystuna en urðu þó að sætta sig við aðeins eitt stig þegar uppi var staðið.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Vestri

„Sár og svekktur." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leik í dag. 

„Við vorum komnir í 1-0 frekar snemma og það var alveg augljóst að við vorum bara búnir á því. Það er þó ekkert hægt að setja út á strákana því þeir gerðu sitt besta. Við vorum farnir að skipta inn á ansi mikið af leikmönnum og þurftum að breyta liðinu mikið svo það er ekkert út á þá að setja." 

Vestri jafnaði leikunn undir lokin en Víkingar vildu meina að brotið hafi verið á Sveini Gísla í aðdraganda marksins og fékk Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga að sjá rauða spjaldið fyrir kröftug mótmæli. 

„Þetta var byrjað miklu fyrr en það. Ég held að þeir séu bara ekkert að fylgjast með leiknum. Eiður Aron á að fá rautt spjald þegar Valdi er komin einn í gegn. Það eru bara staðsetningar og annað sem er svo "way off" í nútíma elítu fótbotla. Þetta er bara svo slakkt."

„Ef maður segir eitthvað þá á maður að sýna fordæmi og svo kemur eitthvað twitter kjaftæði en það á við þegar foreldrar eru að rífa kjaft í 6. flokki og 4. flokki, 5. flokki en við erum í meistaraflokki og ef dómarar þola ekki einhverja gagnrýni og fara að grenja og eitthvað þess háttar þegar þjálfarar sem eru að berjast um titilinn er að treysta á að frammistöður séu í lagi. Ekki vera í íþróttum, í guðana bænum ef þú þolir ekki gagnrýni ekki vera í íþróttum." 

Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner