Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 11. ágúst 2024 17:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Gunnlaugs: Ég held að þeir séu ekkert að fylgjast með leiknum
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar tóku á móti Vestra á heimavelli hamingjunnar þegar átjánda umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína í dag.

Víkingar gerðu þó nokkrar breytingar á sínu liði fyrir leikinn í dag og tóku snemma forystuna en urðu þó að sætta sig við aðeins eitt stig þegar uppi var staðið.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Vestri

„Sár og svekktur." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leik í dag. 

„Við vorum komnir í 1-0 frekar snemma og það var alveg augljóst að við vorum bara búnir á því. Það er þó ekkert hægt að setja út á strákana því þeir gerðu sitt besta. Við vorum farnir að skipta inn á ansi mikið af leikmönnum og þurftum að breyta liðinu mikið svo það er ekkert út á þá að setja." 

Vestri jafnaði leikunn undir lokin en Víkingar vildu meina að brotið hafi verið á Sveini Gísla í aðdraganda marksins og fékk Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga að sjá rauða spjaldið fyrir kröftug mótmæli. 

„Þetta var byrjað miklu fyrr en það. Ég held að þeir séu bara ekkert að fylgjast með leiknum. Eiður Aron á að fá rautt spjald þegar Valdi er komin einn í gegn. Það eru bara staðsetningar og annað sem er svo "way off" í nútíma elítu fótbotla. Þetta er bara svo slakkt."

„Ef maður segir eitthvað þá á maður að sýna fordæmi og svo kemur eitthvað twitter kjaftæði en það á við þegar foreldrar eru að rífa kjaft í 6. flokki og 4. flokki, 5. flokki en við erum í meistaraflokki og ef dómarar þola ekki einhverja gagnrýni og fara að grenja og eitthvað þess háttar þegar þjálfarar sem eru að berjast um titilinn er að treysta á að frammistöður séu í lagi. Ekki vera í íþróttum, í guðana bænum ef þú þolir ekki gagnrýni ekki vera í íþróttum." 

Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner