Franski miðjumaðurinn Desire Doue, leikmaður Rennes, mun að öllum líkindum yfirgefa félagið í sumar.
Líklegast þykir að hann muni fara til Bayern sem hefur sýnt honum mikinn áhuga. Þessi 19 ára gamli miðjumaður hefur hins vegar verið upptekinn með franska landsliðinu á Ólympíuleikunum en hann mun taka ákvörðun um framtíð sína á næstu dögum.
„Það hefur mikið gengið á í þessum mánuði, miklar tilfinningar og einbeiting. Ég hef spilað mikið og ég get sagt þér að það tekur mikið úr manni. Ég hef einbeitt mér að því en ég er með fólk í kringum mig sem hugsar vel um mig og leyfir mér að vera alveg frjáls að hugsa um fótboltann," sagði Doue.
„Nú eru Ólympíuleikarnir búnir og ég þarf að taka ákvörðun. Ég mun gera það á næstu dögum."
Athugasemdir