Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   sun 11. ágúst 2024 11:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tvær íslenskar frumraunir á Ítalíu og eitt mark - Kristófer fær hrós
Óttar var á skotskónum.
Óttar var á skotskónum.
Mynd: SPAL
Kristófer Jónsson.
Kristófer Jónsson.
Mynd: Triestina
Stígur Diljan.
Stígur Diljan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tvö Íslendingalið voru í eldlínunni í ítalska C-deildar bikarnum í gær.

Óttar Magnús Karlsson var keyptur til SPAL frá Venezia í sumar og lék sinn fyrsta keppnisleik með nýja liðinu í gær. Óttar var í byrjunarliðinu og jafnaði leikinn í 1-1 snemma í seinni hálfleik.

Andstæðingurinn, U23 lið Atalanta, náði hins vegar inn sigurmarkinu í uppbótartíma og fer áfram í 32-liða úrslit.


Annað Íslendingalið, Triestina, féll þá einnig úr leik á grátlegan hátt því að Trento skoraði sigurmarkið í 0-1 útisigri í uppbótartíma.

Kristófer Jónsson var í byrjunarliði Triestina og lék fyrstu 70 mínúturnar. Stígur Diljan Þórðarson, sem kom til Triestina frá Benfica í sumar, lék þá sinn fyrsta keppnisleik með ítalska liðinu. Hann kom inn á og lék síðasta hálftímann.

Michele Santoni, þjálfari Triestina, kom inn á Kristófer á blaðamannafundi eftir leik. Kristófer var nefndur í tengslum við Christian D'Urso sem félagið keypti í sumar eftir að hafa leikið á láni með liðinu á síðasta tímabili.

„D'Urso var fenginn til að vera okkar sóknarsinnaði miðjumaður en hann er langt frá sínu besta formi, (Kristófer) Jónsson er að æfa mjög vel og á þessari stundu er hann sennilega sá leikmaður sem skilur best hvernig við viljum spila," sagði þjálfarinn. Kristófer fór af velli fyrir D'Urso.

Íslenski-Bandaríkjamaðurinn Cole Campbell var þá á skotskónum með U19 liði Dortmund sem fer vel af stað í U19 deildinni í Þýskalandi. Liðið endaði í 2. sæti unglingadeildarinar í vor eftir úrslitaleik gegn Hoffenheim. Dortmund vann 1-3 útisigur á Schalke í gær. Cole ákvað fyrr á þessu ári að spila fyrir Bandaríkin, móðir hans er íslensk en faðir hans er bandarískur.
Athugasemdir
banner
banner
banner