Trevoh Chalobah hefur verið bannaður á æfingarsvæði Chelsea þar sem hann er mjög líklega á förum en viðskilnaðurinn hefur verið dramatískur.
Chelsea eru að reyna að minnka hópinn sinn fyrir komandi leiktíð en Chalobah, Armando Broja og Romelu Lukaku hafa verið orðaðir frá Chelsea seinustu daga.
Talið er að Chalobah hafi ekki verið í klefanum hjá aðalliði Chelsea eða borðað hádegsimat í mötuneytinu hjá félaginu síðan liðið kom heim úr æfingarferð sinni í Bandaríkjunum.
Viðskilnaðurinn er alls ekki góður miðað við að hann er búinn að vera hjá félaginu síðan hann var 8 ára og spilað 80 leiki fyrir félagið. Þetta er líkt og viðskilnaður Conor Gallagher við Chelsea en hann er mættur til Madrídar og verður leikmaður Atletico Madrid á komandi tímabili.
Aston Villa og Crystal Palace hafa sýnt varnarmanninum mikinn áhuga en það er líklegt að hann endi í þessum liðum.