Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bröndby tekur með sér sigur inn í Víkingsleikinn
Úr fyrri leik Bröndby og Víkings.
Úr fyrri leik Bröndby og Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rétt eins og Víkingur, þá spilaði Bröndby í gær. Þeir mættu Vejle í dönsku úrvalsdeildinni.

Eftir niðurlæginguna á Íslandi, þá náði Bröndby að rífa sig í gang og taka sigur.

Þeir komust snemma í 2-0 gegn Vejle en þegar um hálftími var liðinn minnkuðu gestirnir muninn. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og sigur Bröndby staðreynd.

Bröndby er í öðru sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með níu stig eftir fjóra leiki. Þeir eru með jafnmörg stig og erkifjendur sínir í FC Kaupmannahöfn.

Í Evrópu er Bröndby hins vegar ekki í góðum málum þar sem þeir eru 3-0 undir í einvígi sínu gegn Víkingi. Seinni leikurinn fer fram í Danmörku á fimmtudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner