KR og Afturelding mætast í mikilvægum slag í Bestu deildinni klukkan 19:15. Þessi leikur er sannkallaður fallbaráttuslagur og eru bæði lið að koma inn í hann eftir erfiðar vikur. Vesturbæingar hafa ekki unnið leik síðan þeir unnu FH 29. júní.
Vont gengi Aftureldingar undanfarið hefur flogið aðeins undir radarinn en þeir hafa, eins og KR, ekki unnið leik síðan í júní og hafa þeir sótt aðeins þrjú stig í síðustu 5 leikjum.
Vont gengi Aftureldingar undanfarið hefur flogið aðeins undir radarinn en þeir hafa, eins og KR, ekki unnið leik síðan í júní og hafa þeir sótt aðeins þrjú stig í síðustu 5 leikjum.
Lestu um leikinn: KR 2 - 1 Afturelding
Ástbjörn Þórðarson tekur út bann hjá KR, Luke Rae er meiddur og Alexander Rafn Pálmason fer út úr liðinu. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, Gabríel Hrannar Eyjólfsson og Orri Hrafn Kjartansson koma inn í byrjunarliðið. Orri Hrafn er nýkominn frá Val og spilar sinn fyrsta leik. Galdur Guðmundsson er meðal varamanna hjá KR.
Axel Óskar Andrésson snýr aftur eftir leikbann og fer beint í byrjunarlið Aftureldingar, gegn sínum gömlu félögum.
Byrjunarlið KR:
12. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Júlíus Mar Júlíusson
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson
11. Aron Sigurðarson (f)
15. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
16. Matthias Præst
19. Amin Cosic
21. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
29. Aron Þórður Albertsson
77. Orri Hrafn Kjartansson
Byrjunarlið Afturelding:
1. Jökull Andrésson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
3. Axel Óskar Andrésson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson
10. Elmar Kári Enesson Cogic
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
20. Benjamin Stokke
25. Georg Bjarnason
30. Oliver Sigurjónsson
77. Hrannar Snær Magnússon
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 18 | 11 | 4 | 3 | 46 - 24 | +22 | 37 |
2. Víkingur R. | 18 | 9 | 5 | 4 | 33 - 24 | +9 | 32 |
3. Breiðablik | 18 | 9 | 5 | 4 | 30 - 24 | +6 | 32 |
4. Stjarnan | 18 | 8 | 4 | 6 | 34 - 30 | +4 | 28 |
5. Vestri | 18 | 8 | 2 | 8 | 19 - 17 | +2 | 26 |
6. Fram | 18 | 7 | 4 | 7 | 28 - 25 | +3 | 25 |
7. KA | 18 | 6 | 4 | 8 | 18 - 32 | -14 | 22 |
8. ÍBV | 18 | 6 | 3 | 9 | 16 - 25 | -9 | 21 |
9. Afturelding | 17 | 5 | 5 | 7 | 20 - 25 | -5 | 20 |
10. FH | 17 | 5 | 4 | 8 | 28 - 25 | +3 | 19 |
11. KR | 17 | 4 | 5 | 8 | 37 - 40 | -3 | 17 |
12. ÍA | 17 | 5 | 1 | 11 | 18 - 36 | -18 | 16 |
Athugasemdir