Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Geta keypt Grealish fyrir 50 milljónir
Mynd: EPA
Kantmaðurinn knái Jack Grealish fór í læknisskoðun hjá Everton í dag og verður kynntur sem nýr leikmaður liðsins á næstu dögum.

Hann kemur á eins árs lánssamningi frá Manchester City og þarf Everton að greiða rúmlega 10 milljónir punda fyrir.

Ef Grealish stendur sig vel þá hefur Everton tækifæri til að kaupa leikmanninn fyrir 50 milljónir til viðbótar, en hann er með tvö ár eftir af samningi hjá Man City.

Grealish, sem á þrítugsafmæli í næsta mánuði, kom að 8 mörkum í 32 leikjum með City á síðustu leiktíð. Hann var sárasjaldan í byrjunarliðinu og kom nánast eingöngu inn af varamannabekknum í leikjum liðsins.

Hann hefur í heildina spilað 157 leiki á fjórum árum í Manchester, auk þess að eiga 39 landsleiki að baki fyrir England.

   11.08.2025 11:21
Grealish í læknisskoðun hjá Everton

Athugasemdir
banner