Enskir fjölmiðlar greina frá því að Jack Grealish sé á leiðinni í læknisskoðun hjá Everton. Hann fer til félagsins á láni frá Manchester City út tímabilið.
Þessi 29 ára leikmaður var ekki í plönum Pep Guardiola sem skildi hann eftir utan hóps á HM félagsliða.
Þessi 29 ára leikmaður var ekki í plönum Pep Guardiola sem skildi hann eftir utan hóps á HM félagsliða.
Grealish lék 32 leiki í öllum keppnum fyrir Man City á síðasta tímabili en aðeins helming þeirra sem byrjunarliðsmaður.
Grealish kom til City frá Aston Villa á metfé 2021 og hefur spilað 157 leiki fyrir félagið, skorað 17 mörk og átt 23 stoðsendingar. Hann hefur unnið þrjá Englandsmeistaratitla, Meistaradeildina og FA-bikarinn á tíma sínum hjá félaginu.
???????? EXCL: Jack Grealish to Everton, here we go! Loan deal agreed with Man City and medical booked later today.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 11, 2025
Grealish said yes to #EFC project and he’s now set to complete his move in next 24 hours.
New addition for David Moyes. ???????? pic.twitter.com/iP4e0rh7yb
Athugasemdir