Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 11:21
Elvar Geir Magnússon
Grealish í læknisskoðun hjá Everton
Grealish í leik með Manchester City.
Grealish í leik með Manchester City.
Mynd: EPA
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Jack Grealish sé á leiðinni í læknisskoðun hjá Everton. Hann fer til félagsins á láni frá Manchester City út tímabilið.

Þessi 29 ára leikmaður var ekki í plönum Pep Guardiola sem skildi hann eftir utan hóps á HM félagsliða.

Grealish lék 32 leiki í öllum keppnum fyrir Man City á síðasta tímabili en aðeins helming þeirra sem byrjunarliðsmaður.

Grealish kom til City frá Aston Villa á metfé 2021 og hefur spilað 157 leiki fyrir félagið, skorað 17 mörk og átt 23 stoðsendingar. Hann hefur unnið þrjá Englandsmeistaratitla, Meistaradeildina og FA-bikarinn á tíma sínum hjá félaginu.


Athugasemdir
banner