Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mínútuþögnin varði bara í tíu sekúndur
Liverpool fagnar marki í gær.
Liverpool fagnar marki í gær.
Mynd: EPA
Það kom upp fremur leiðinlegt atvik í gær fyrir leik Liverpool og Crystal Palace um Samfélagsskjöldinn.

Fyrir leik átti að vera mínútuþögn fyrir Diogo Jota, leikmann Liverpool, sem lést í hræðilegu bílslysi fyrr í sumar.

Það voru hins vegar einhverjir sem tóku upp á því að baula og þá varð allt vitluast á vellinum. Dómarinn ákvað þá að flauta til að hefja leik fyrr en áætlað var.

Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, sagði eftir leik að hann hefði verið svekktur með þetta en stuðningsmannahópur Palace baðst afsökunar.

Stuðningsmenn Liverpool voru mættir á Wembley með borða til heiðurs Jota og sungu lagið hans mikið.

Leikurinn endaði með sigri Palace í vítaspyrnukeppni en enska úrvalsdeildina hefst á föstudag þegar Liverpool tekur á móti Bournemouth.


Athugasemdir
banner
banner