Nottingham Forest er í viðræðum við AC Milan um kaup á miðjumanninum Yunus Musah.
Ef félögin ná samkomulagi munu viðræður Forest við bandaríska landsliðsmanninn ganga smurt fyrir sig. The Athletic greinir frá þessu.
Ef félögin ná samkomulagi munu viðræður Forest við bandaríska landsliðsmanninn ganga smurt fyrir sig. The Athletic greinir frá þessu.
Musah hefur spilað 80 leiki fyrir Milan síðustu tvö tímabil. Hann var í byrjunarliðinu í tveimur æfingaleikjum liðsins um helgina, gegn Leeds á laugardaginn og gegn Chelsea í gær.
Hann er 22 ára og gekk til liðs við Milan frá Valencia árið 2023 en þá var áhugi frá Fulham og West Ham.
Athugasemdir