Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Isak hafa svikið alla sem þóttu vænt um hann
Eddie Howe, stjóri Newcastle, ræðir við Alexander Isak.
Eddie Howe, stjóri Newcastle, ræðir við Alexander Isak.
Mynd: EPA
Isak lyfti deildabikarnum með Newcastle á síðasta tímabili.
Isak lyfti deildabikarnum með Newcastle á síðasta tímabili.
Mynd: EPA
Það er auðvitað alls ekki mikil ánægja með Alexander Isak hjá Newcastle þessa stundina. Isak var einn besti sóknarmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en hann ákvað fyrir stuttu að tjá Newcastle það að hann vilji yfirgefa félagið.

Hann ákvað að gera það eftir að Englandsmeistarar Liverpool fóru að sýna honum áhuga.

Luke Edwards, blaðamaður Telegraph, skrifaði grein um Isak í gær þar sem hann segir einfaldlega að sænski sóknarmaðurinn hafi svikið alla sem þóttu vænt um hann hjá Newcastle.

„Alexander Isak var dýrkaður hjá Newcastle United, hetja, goðsögn sem vann titla og besti framherjinn sem hefur klæðst svörtu og hvítu röndunum síðan Alan Shearer. Hann hefði getað gert næstum hvað sem er og arfleifð hans hefði verið óflekkuð – nema þetta," segir Edwards.

„Með því að reyna opinberlega að þvinga sig frá félaginu með þrjú ár eftir af samningi sínum, þrátt fyrir að hafa ítrekað verið sagt að hann væri ekki til sölu í sumar, hefur Isak svikið alla þá sem hefur þótt vænt um hann í Newcastle."

Edwards segir að Isak hafi veikið reiði stuðningsmanna og hann hafi brugðist Eddie Howe, stjóra liðsins, sem hefur hjálpað honum að verða einn besti sóknarmaður Evrópu eftir að hann barðist fyrir því að fá hann frá Real Sociedad fyrir þremur árum.

Isak hefur ekki æft með Newcastle út af þessu öllu saman en hann fór til Spánar og æfði einn á meðan liðið var í æfingaferð í Asíu. Edwards telur að Isak hafi ekki aðeins eyðilagt orðspor sitt hjá Newcastle, heldur líka annars staðar. „Hvernig mun hann haga sér hjá öðrum félög ef hann fær ekki það sem hann vill?"

Edwards telur að Isak geti lagað samband sitt við Newcastle en það verði ekki auðvelt. Leikmaðurinn er enn með hugann við Liverpool en það er óvíst hvort það gerist áður en félagaskiptaglugginn lokar.
Athugasemdir
banner
banner