Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
banner
banner
þriðjudagur 12. ágúst
Besta-deild kvenna
mánudagur 11. ágúst
Besta-deild karla
laugardagur 9. ágúst
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna
miðvikudagur 6. ágúst
Besta-deild karla
mánudagur 4. ágúst
Besta-deild kvenna
laugardagur 2. ágúst
miðvikudagur 30. júlí
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Lengjudeild karla
mánudagur 28. júlí
Besta-deild karla
laugardagur 26. júlí
2. deild karla
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
fimmtudagur 24. júlí
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
miðvikudagur 23. júlí
þriðjudagur 22. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
sunnudagur 20. júlí
Besta-deild karla
fimmtudagur 17. júlí
Besta-deild karla
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
þriðjudagur 15. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Fótbolti.net bikarinn
mánudagur 14. júlí
Besta-deild karla
sunnudagur 13. júlí
föstudagur 11. júlí
Lengjudeild karla
mánudagur 11. ágúst
WORLD: International Friendlies
Paraguay U-20 - Brazil U-20 - 19:00
mán 11.ágú 2025 11:00 Mynd: EPA
Magazine image

Spáin fyrir enska: 5. sæti

Enska úrvalsdeildin, þjóðaríþrótt Íslendinga, fer aftur af stað á föstudaginn þegar Liverpool og Bournemouth eigast við í opnunarleik. Líkt og síðustu ár þá kynnum við liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net.

Núna er komið að liðinu sem er spáð fimmta sæti en það er Newcastle.

Newcastle fagnar marki á síðasta tímabili.
Newcastle fagnar marki á síðasta tímabili.
Mynd/EPA
Eddie Howe hefur stýrt Newcastle frá 2021.
Eddie Howe hefur stýrt Newcastle frá 2021.
Mynd/EPA
Það hefur lítið gengið hjá Newcastle á markaðnum í sumar. Benjamin Sesko valdi Manchester United frekar.
Það hefur lítið gengið hjá Newcastle á markaðnum í sumar. Benjamin Sesko valdi Manchester United frekar.
Mynd/Man Utd
Hugo Ekitike var þá leikmaður sem Newcastle vildi fá en hann valdi Liverpool.
Hugo Ekitike var þá leikmaður sem Newcastle vildi fá en hann valdi Liverpool.
Mynd/EPA
Anthony Elanga hafnaði ekki Newcastle.
Anthony Elanga hafnaði ekki Newcastle.
Mynd/Newcastle
Aaron Ramsdale kom frá Southampton.
Aaron Ramsdale kom frá Southampton.
Mynd/Newcastle United
Hvað verður um Alexander Isak? Það er stóra spurningin.
Hvað verður um Alexander Isak? Það er stóra spurningin.
Mynd/EPA
Sven Botman þarf að sleppa við meiðsli.
Sven Botman þarf að sleppa við meiðsli.
Mynd/EPA
Sandro Tonali er stórkostlegur leikmaður.
Sandro Tonali er stórkostlegur leikmaður.
Mynd/EPA
Bruno Guimaraes, hjartað og sálin í liðinu.
Bruno Guimaraes, hjartað og sálin í liðinu.
Mynd/EPA
Joelinton er harður í horn að taka.
Joelinton er harður í horn að taka.
Mynd/EPA
Dan Burn hefur reynst Newcastle mjög vel.
Dan Burn hefur reynst Newcastle mjög vel.
Mynd/EPA
Anthony Gordon er með gífurlegan hraða.
Anthony Gordon er með gífurlegan hraða.
Mynd/EPA
Svissneski miðvörðurinn Fabian Schar.
Svissneski miðvörðurinn Fabian Schar.
Mynd/EPA
Tino Livramento eltir Ismaila Sarr.
Tino Livramento eltir Ismaila Sarr.
Mynd/EPA
Sean Longstaff var seldur til Leeds.
Sean Longstaff var seldur til Leeds.
Mynd/Leeds
Reynsluboltinn Kieran Trippier.
Reynsluboltinn Kieran Trippier.
Mynd/EPA
Newcastle vann deildabikarinn á síðustu leiktíð.
Newcastle vann deildabikarinn á síðustu leiktíð.
Mynd/EPA
Frá St James' Park, heimavelli Newcastle.
Frá St James' Park, heimavelli Newcastle.
Mynd/EPA
Newcastle er spáð fimmta sætinu en það er spurning hvort það væri einhver breyting á ef spáin hefði verið tekin saman í dag. Síðustu vikur hafa nefnilega verið mjög erfiðar fyrir Newcastle en spáin var tekin saman rétt áður en Alexander Isak fréttirnar fóru á fullt. Newcastle er komið aftur í Meistaradeildina í annað sinn á þremur árum eftir að hafa endað í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Síðasta tímabili var í raun frábært fyrir Newcastle þar sem liðið komst í Meistaradeildina en ásamt því vann liðið sinn fyrsta bikar í 70 er liðið fór með sigur af hólmi gegn Liverpool í úrslitaleik deildabikarsins á Wembley. Alexander Isak skoraði seinna markið í þeim leik en meira um hann síðar.
Newcastle-menn fóru bjartsýnir inn í sumarið eftir mjög svo gott tímabil, en sumarið hefur verið slæmt og eftir því sem liðið hefur á það, þá hefur það orðið verra og verra. Newcastle hefur eiginlega orðið að aðhlátursefni á leikmannamarkaðnum því hver leikmaðurinn á fætur öðrum hefur hafnað félaginu. Af einhverri ástæðu er Newcastle ekki nógu heillandi á þessum tímapunkti því Benjamin Sesko, Bryan Mbeumo og Matheus Cunha völdu til að mynda allir Manchester United - sem átti hörmulegt tímabil á síðustu leiktíð - fram yfir Newcastle verkefnið. Newcastle hefur reynt að berjast við stærstu félögin um bita á markaðnum og það hefur ekki gengið vel. Síðustu ár hefur Newcastle verið sniðugt í því að sækja leikmenn eins og til dæmis Alexander Isak, Bruno Guimaraes og Sandro Tonali. Þessir leikmenn voru ekki endilega úr efstu hillu þegar þeir voru keyptir en eru það núna. Newcastle þarf líklega að finna fleiri leikmenn úr því móti því félagið er ekki á þeim stað núna að geta keypt við allra stærstu félögin á meðan fjárhagsreglurnar eru eins og þær eru.



Newcastle vann bikar á síðasta tímabili og er aftur í Meistaradeildinni, en liðið þarf að byggja á þeim árangri til að verða enn stærra félag og meira heillandi í augum úrvalsleikmanna. Það er ekki langt síðan Newcastle, sem er stór klúbbur á Englandi, var að rokka á milli efstu og næst efstu deildar, en félagið hefur verið í mikilli endurbyggingu síðustu ár og er komið á góðan stað í efri hluta deildarinnar. En félagið virðist ekki vera alveg komið nægilega langt til að geta barist við allra stærstu félögin um leikmenn. Stoltið er væntanlega stært eftir allar hafnanirnar í sumar og hvað þá eftir að Alexander Isak, þeirra besti leikmaður, tjáði félaginu það að hann vildi fara til Liverpool. Óvíst er hvernig það mun þróast en eins og staðan er núna er Isak áfram leikmaður Newcastle þó hann vilji fara annað. Spurning er hvernig stuðningsmenn félagsins munu taka honum ef hann fer ekki áður en leikmannaglugginn lokar. Newcastle hefur ekki litið frábærlega út á undirbúningstímabilinu og Eddie Howe þarf að þjappa hópnum vel saman fljótt því deildin er að hefjast.

Stjórinn: Eddie Howe stýrir Newcastle áfram en hann hefur verið í því starfi frá 2021. Áður en hann tók við Newcastle þá náði hann mögnuðum árangri með Bournemouth þar sem liðið fór úr D-deild alla leið upp í úrvalsdeild undir hans stjórn. Howe tók við Bournemouth stuttu eftir að leikmannaferlinum lauk en hann var varnarmaður sem spilaði lengst af með Bournemouth og má með sanni segja að hann sé einhver mesta goðsögn í sögu þess félags. Howe tók við Newcastle í nóvember 2021, stuttu eftir að eigendurnir frá Sádi-Arabíu tóku við eignarhaldi félagsins. Howe tók við starfinu af Steve Bruce, en stuðningsmenn Newcastle vilja líklega helst gleyma þeim tíma sem Bruce stýrði liðinu. Sá tími, og tíminn þar áður, var nefnilega alveg frekar skrautlegur. Howe hefur gert virkilega vel með Newcastle en hann stýrði liðinu til bikars á síðustu leiktíð og hefur komið félaginu tvisvar í Meistaradeildina. Það er spurning hvort hann sé maðurinn sem komi Newcastle alla leið á toppinn en það er ekki um það efast að hann sé frábær stjóri. Hann er mjög öflugur í að þróa leikmenn og er góður í að vinna með ungum leikmönnum. Howe er rólegur og mjög viðkunnalegur náungi, en aðstoðarmaður hans, Jason Tindall, er meira fyrir athyglina.

Leikmannaglugginn: Eins og áður segir hefur leikmannaglugginn verið erfiður fyrir Newcastle. Tveir leikmenn eru komnir inn en einhverjir átta leikmenn hafa hafnað Newcastle og valið önnur félög, nú síðast Benjamin Sesko sem fór til Manchester United. Það mun þó eflaust eitthvað gerast á næstu dögum og vikum hjá Newcastle á markaðnum.

Komnir:
Anthony Elanga frá Nottingham Forest - 55 milljónir punda
Aaron Ramsdale frá Southampton - Á láni

Farnir:
Lloyd Kelly til Juventus - 20 milljónir punda
Sean Longstaff til Leeds - 12 milljónir punda
Martin Dubravka til Burnley - Óuppgefið kaupverð
Isaac Hayden - Samningur rann út
Callum Wilson til West Ham - Á frjálsri sölu
Jamal Lewis - Samningur rann út

Líklegt byrjunarlið


Þrír lykilmenn:
Sven Botman hefur sýnt það hversu öflugur þegar hann helst heill. Því miður hefur það verið vandamál fyrir hann að sleppa við meiðsli. Ef hann er heill þá getur hann verið einn besti miðvörður ensku úrvalsdeildarinnar og eru hann og Fabian Schär mjög öflugir saman. Er rólegur á boltanum og mjög sterkur í einvígum, hvort sem þau eru á jörðinni eða í loftinu.

Sandro Tonali sýndi það á síðasta tímabili hversu góður hann er í fótbolta. Tími hans hjá Newcastle byrjaði ekki vel því hann var dæmdur í bann fyrir brot á veðmálareglum. Hann hugsaði sinn gang og kom sterkari til baka úr banninu. Hefur allt í sínum leik og getur tekið stjórnina. Það hafa stór félög sýnt honum áhuga en það er enginn möguleiki á því að Newcastle sé að fara að selja hann.

Bruno Guimaraes er fyrirliðinn og hjartað í liðinu. Var einn af þeim fyrstu sem var fenginn til félagsins eftir að eigendurnir frá Sádi-Arabíu tóku við. Hann hafði þá verið að spila í Frakklandi með Lyon en sýndi það fljótt á Englandi hversu öflugur hann er. Hann er afar mikill leiðtogi fyrir þetta félag og hefur talað mikið um það frá því hann kom til Newcastle hversu mikið hann elskar félagið, stuðningsmennina og borgina.

Fylgist með: Það verður gríðarlega áhugavert að sjá hvað gerist með Alexander Isak. Hann væri auðvitað á meðal lykilmanna hér að ofan ef staðan væri eðlilega, en það er hún ekki. Englandsmeistarar Liverpool gerðu á dögunum tilboð í hann sem var hafnað; tilboðið var upp á 110 milljónir punda en Newcastle vill fá 150 milljónir punda til að selja. Isak er einn besti sóknarmaður ensku úrvalsdeildarinnar en hann hefur tjáð Newcastle það að hann vilji fara frá félaginu sem er auðvitað mikið högg. Það eru núna um þrjár vikur eftir af glugganum og spurning hvað gerist, en sænski sóknarmaðurinn hefur lítið verið í kringum lið Newcastle á undirbúningstímabilinu út af þessu öllu saman. Hvað varðar spennandi leikmenn þá er landi Isak, Anthony Elanga, mættur til Newcastle og verður spennandi að sjá hann í svörtu og hvítu. Leikmaður sem ógnar með hraða sínum og krafti.



Besta og versta mögulega niðurstaða: Það er erfitt að segja því maður veit ekki hvað gerist á þessum síðustu vikum gluggans. Það getur svo margt gerst hjá Newcastle. Ef Isak hættir í fýlu og verður áfram þá gæti maður séð Newcastle berjast um að enda í topp fjórum og gera fína hluti í Meistaradeildinni. Ef hann verður seldur, þá þarf félagið að finna góðan mann í staðinn. Newcastle verður líklega alltaf í efri hlutanum og í baráttu um Evrópusæti en hvort liðið verði í Meistaradeildarsæti eða fari í Sambandsdeildina veltur á þessum síðustu vikum gluggans.

Þau sem spáðu: Anton Freyr Jónsson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Ívan Guðjón Baldursson, Kári Snorrason, Mate Dalmay, Snæbjört Pálsdóttir, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. Newcastle, 182 stig
6. Tottenham, 172 stig
7. Aston Villa, 169 stig
8. Man Utd, 157 stig
9. Brighton, 144 stig
10. Nottingham Forest, 108 stig
11. Crystal Palace, 98 stig
12. Everton, 97 stig
13. Fulham, 93 stig
14. West Ham, 92 stig
15. Bournemouth, 85 stig
16. Brentford, 79 stig
17. Leeds, 53 stig
18. Wolves, 50 stig
19. Sunderland, 33 stig
20. Burnley, 22 stig
Athugasemdir