Dagur Dan Þórhallsson og félagar í Orlando City unnu frábæran sigur gegn Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í nótt.
Dagur byrjaði á bekknum en kom inn á í blálokin í 4-1 sigri. Luis Suarez, Rodrigo de Paul, Sergio Busquets og Jordi Alba spiluðu allan leikinn fyrir Miami en Lionel Messi er fjarverandi vegna meiðsla.
Dagur byrjaði á bekknum en kom inn á í blálokin í 4-1 sigri. Luis Suarez, Rodrigo de Paul, Sergio Busquets og Jordi Alba spiluðu allan leikinn fyrir Miami en Lionel Messi er fjarverandi vegna meiðsla.
Heung-min Son þreytti frumraun sína fyrir LAFC gegn Chicago Fire í gær þegar liðið gerði 2-2 jafntefli.
Hann kom inn á eftir klukkutíma leik. Stuttu síðar náði Chicago 2-1 forystu. Son komst í dauðafæri en var tekinn niður í teignum og eftir skoðun í VAR dæmdi dómarinn vítaspyrnu. Úr henni skoraði Denis Bouanga og tryggði LAFC jafntefli.
Orlando City er í 4. sæti Austurdeildar með 44 stig eftir 26 umferðir. Inter Miami er í 6. sæti með 42 stig en á þrjá leiki til góða á Orlando. LAFC er í 5. sæti Vesturdeildar með 37 stig eftir 23 umferðir.
Athugasemdir