Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 10:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 12. umferð - Er að sýna að hún sé framtíðarlandsliðskona
Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH)
Elísa Lana í leik með FH í sumar.
Elísa Lana í leik með FH í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnar hér marki gegn Val á dögunum.
Fagnar hér marki gegn Val á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa Lana Sigurjónsdóttir, miðjumaður FH, er leikmaður 12. umferðar í Bestu deild kvenna í boði Steypustöðvarinnar. Hún gerði bæði mörkin þegar FH vann 2-0 sigur á FHL.

Sigurinn var torsóttur fyrir FH og mikið þolinmæðisverk. Þegar útlitið var ekki nógu gott þá steig Elísa Lana upp og tryggði FH afar mikilvægan sigur.

„Skorar bæði mörk FH og fyrra markið var af dýrari gerðinni, Þurfti einhvað svoleiðis til að brjóta ísinn, Flottur leikur hjá Elísu," skrifaði Fannar Bjarki Pétursson í skýrslu sinni frá leiknum en sigurinn hjálpar FH að halda í við Breiðablik á toppnum.

Elísa Lana hefur verið hreint út sagt stórkostleg á miðjunni hjá FH í sumar og valdi Magnús Haukur Harðarson, sérfræðingur Fótbolta.net, hana besta í fyrri hluta deildarinnar.

„Mér finnst hún hafa verið stórkostleg," sagði Maggi en Elísa Lana hefur fundið sig vel inn á miðjunni í frábæru liði FH.

Elísa Lana, sem er fædd árið 2005, er án efa að eiga sitt besta tímabil á ferlinum til þessa.

„Þetta er dæmigerð Elísa. Hún er búin að eiga frábært tímabil í sumar og heldur áfram að standa sig vel í FH búningnum. Það er gleðilegt að sjá hennar framþróun. Hún átti þessi mörk sannarlega skilin," sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, við Vísi eftir leikinn gegn FHL.

Elísa hefur spilað fyrir öll yngri landslið Íslands og ef hún heldur áfram á sömu braut, þá er hún framtíðarlandsliðskona.

Sterkastar í síðustu umferðum:
1. umferð - Samantha Smith (Breiðablik)
2. umferð - Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir (Víkingur R.)
3. umferð - Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
4. umferð - Alda Ólafsdóttir (Fram)
5. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
6. umferð - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
7. umferð - Birna Kristín Björnsdóttir (FH)
8. umferð - Thelma Karen Pálmadóttir (FH)
9. umferð - Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (Stjarnan)
10. umferð - Birgitta Rún Finnbogadóttir (Tindastóll)
11. umferð - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Athugasemdir
banner