Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 18:16
Ívan Guðjón Baldursson
Thiaw lentur í Newcastle
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þýski varnarmaðurinn Malick Thiaw er lentur í Newcastle þar sem hann fer í læknisskoðun og skrifar undir samning við sitt nýja félag.

Newcastle United borgar um 35 milljónir punda til að kaupa Thiaw úr röðum AC Milan þar sem hann hefur spilað 85 leiki á þremur árum.

Thiaw er 24 ára gamall og fer líklegast beint inn í byrjunarliðið hjá Eddie Howe, þar sem hann mun leika við hlið Sven Botman. Það verður þó samkeppni frá Fabian Schär og Dan Burn um fast sæti í liðinu.

„Það var mjög ánægjulegt að spila fyrir Milan í þrjú ár en núna vil ég takast á við nýja áskorun," sagði Thiaw við fréttamenn Sky á Ítalíu sem náðu tali af honum á flugvellinum meðan hann beið eftir flugi til Englands.

„Ég óx mikið sem fótboltamaður og einstaklingur hjá Milan og ég vil þakka öllu starfsteyminu fyrir samfylgdina. Ég mun aldrei gleyma því þegar við fórum í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það var ótrúleg upplifun."

Thiaw verður fjórði leikmaðurinn til að ganga til liðs við Newcastle í sumar eftir Anthony Elanga, Aaron Ramsdale og Antonio Cordero. Búist er við að hann verði kynntur sem nýr leikmaður félagsins á morgun.

   09.08.2025 13:30
Thiaw á leið til Newcastle

Athugasemdir
banner
banner