Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Vandamál ef leikmaður á þessu kalíberi fer frítt"
Mynd: EPA
Steve Parish, stjórnarformaður Crystal Palace, viðurkennir að félagið gæti þurft að selja Marc Guehi í sumar.

Guehi gæti yfirgefið Crystal Palace en samnigur hans við félagið rennur út eftir tímabilið. Félagaskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin. Hann hefur verið sterklega orðaður við Liverpool.

Parish var spurður að því, eftir sigur Palace gegn Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn, hvort félagið myndi íhuga freistandi tilboð í leikmanninn á næstu þremur vikum.

„Já, ég meina, við yrðum að gera það. Það væri vandamál ef leikmaður á þessu kalíberi myndi fara frítt. Við fengum eitt tilboð síðasta sumar en Joachim Anderson fór til Fulham og við gátum ekki misst þá báða," sagði Parish.

„Við fengum svo annað tilboð í janúar en það var líka erfið staða. Við þurfum bara að sjá hvað gerist en það verður að vera nýr samningur eða einhverskonar lausn."
Athugasemdir
banner