
Viðar Örn Kjartansson hefur ekki náð sér á strik með KA í sumar og hefur verið mikið orðaður í burtu frá félaginu.
Hann hefur verið orðaður við Þrótt að undanförnu en Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, var spurður út í orðróminn eftir sigur liðsins gegn Völsungi í Lengjudeildinni um helgina.
Hann hefur verið orðaður við Þrótt að undanförnu en Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, var spurður út í orðróminn eftir sigur liðsins gegn Völsungi í Lengjudeildinni um helgina.
„Ég hef ekki talað við Viðar Örn Kjartansson. Eins og sást í dag erum við ekki endilega í framherjavandræðum. Það er með Viðar Örn Kjartansson eins og með hvert annað nafn, maður skoðar auðvitað það sem er mögulegt og athugar hvort það geti styrkt liðið," sagði Venni.
Viðar Örn hefur komið við sögu í 14 leikjum í sumar og hefur ekki náð að koma boltanum í netið.
Athugasemdir