Manchester United hefur fest kaup á sóknarmanninum Benjamin Sesko frá RB Leipzig og nú eru háværar sögur um að félagið ætli að losa sig við Rasmus Höjlund.
Danski sóknarmaðurinn hefur leikið með Manchester United undanfarin tvö tímabil en ekki náð að heilla marga.
Danski sóknarmaðurinn hefur leikið með Manchester United undanfarin tvö tímabil en ekki náð að heilla marga.
Það eru núna hávær saga um að AC Milan hafi mikinn áhuga á því að fá Höjlund á láni og United ætli að losa sig við hann eftir komu Sesko. Mikael Silvestre, fyrrum leikmaður United, vill hins vegar ekki sjá það gerast.
„Marcus Rashford er farinn og það er ekki mikið um sóknarmenn. Joshua Zirkzee er öðruvísi sóknarmaður sem tekur ekki hlaupin á bak við vörnina," sagði Silvestre.
„Þú þarft samkeppni og þú þarft gæði. Ég myndi ekki drífa mig í því að láta Rasmus fara."
Athugasemdir