Það er útlit fyrir það að Benjamin Sesko verði númer 30 hjá Manchester United.
Það var tilkynnt á laugardag að Sesko hefði verið keyptur til Man Utd frá RB Leipzig í Þýskalandi. Kaupverðið er í kringum 85 milljónir evra.
Það var tilkynnt á laugardag að Sesko hefði verið keyptur til Man Utd frá RB Leipzig í Þýskalandi. Kaupverðið er í kringum 85 milljónir evra.
Það er ekki búið að staðfesta treyjunúmer Sesko en gert er ráð fyrir því að hann verði númer 30, sérstaklega eftir að Diego Leon breytti um númer.
Leon er ungur bakvörður sem kom til Man Utd í sumar en hann hefur verið með númerið 30 í æfingaleikjunum til þessa.
Um helgina, í æfingaleik gegn Fiorentina, var hann svo búinn að breyta um númer í 35.
Sesko var númer hjá Leipzig og virðist hrifinn af því númeri. Það má því gera ráð fyrir að hann fái það númer hjá United.
Athugasemdir