Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
   lau 11. september 2021 16:43
Anton Freyr Jónsson
Siggi Höskulds pirraður: Lélegasta frammistaða í sögu Leiknis
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrstu viðbrögð gjörsamlega til háborinnar skammar fyrri hálfleikurinn hjá okkur en skömminni skárri í seinni en heilt yfir áttum við ekki neitt skilið." sagði Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis sem var eðlilega pirraður í leikslok.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  1 Leiknir R.

Sigurður Höskuldsson var spurður afhverju liðið hafi komið svona til leiks.

„Það er nefnilega spurningin sem ég hef ekki svör við."

Sigurður Höskuldsson var spurður hvernig Leiknir horfir á framhaldið miða við stöðuna sem liðið er í.

„Leikmenn þurfa bara að spila upp á það að eiga skilið að vera í Leiknistreyjunni. Við erum ekki búnir að vinna útileik, þessi frammistaða hérna sem átti að keyra okkur inn í þessa þrjá síðustu leiki hún var gjörsamlega fyrir neðan allar hellur. Við þurfum einhvern kraft inn í þessa tvo síðustu leiki. Planið var að keyra á eins mörg stig og við gætum í lokaumferðunum. Við erum ekki sloppnir og við þurfum að klára þetta eins og menn."

Sigurður Höskuldsson var spurður hvort hann væri ósáttur við einhverja einstaka leikmenn eða liðið í heild sinni í dag.

„Það eru ofboðslega margir leikmenn sem ég er ósáttur út í. Þetta hlýtur að hafa verið lélegasta frammistaða í sögu Leiknis þessi fyrri hálfleikur."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner