Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
Jói Bjarna: Ég tek seinna markið á mig
Emma Fanndal: Vorum mjög tilbúnar í þennan leik og það sást vel á vellinum
Stýrði Grindavík/Njarðvík upp í Bestu deild - „Þetta verður ömurlegt viðtal, sorry ég biðst afsökunar fyrirfram"
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
   lau 11. september 2021 16:43
Anton Freyr Jónsson
Siggi Höskulds pirraður: Lélegasta frammistaða í sögu Leiknis
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrstu viðbrögð gjörsamlega til háborinnar skammar fyrri hálfleikurinn hjá okkur en skömminni skárri í seinni en heilt yfir áttum við ekki neitt skilið." sagði Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis sem var eðlilega pirraður í leikslok.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  1 Leiknir R.

Sigurður Höskuldsson var spurður afhverju liðið hafi komið svona til leiks.

„Það er nefnilega spurningin sem ég hef ekki svör við."

Sigurður Höskuldsson var spurður hvernig Leiknir horfir á framhaldið miða við stöðuna sem liðið er í.

„Leikmenn þurfa bara að spila upp á það að eiga skilið að vera í Leiknistreyjunni. Við erum ekki búnir að vinna útileik, þessi frammistaða hérna sem átti að keyra okkur inn í þessa þrjá síðustu leiki hún var gjörsamlega fyrir neðan allar hellur. Við þurfum einhvern kraft inn í þessa tvo síðustu leiki. Planið var að keyra á eins mörg stig og við gætum í lokaumferðunum. Við erum ekki sloppnir og við þurfum að klára þetta eins og menn."

Sigurður Höskuldsson var spurður hvort hann væri ósáttur við einhverja einstaka leikmenn eða liðið í heild sinni í dag.

„Það eru ofboðslega margir leikmenn sem ég er ósáttur út í. Þetta hlýtur að hafa verið lélegasta frammistaða í sögu Leiknis þessi fyrri hálfleikur."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir