Kylian Mbappe yfirgaf PSG í sumar og gekk til liðs við Real Madrid eftir ansi stormasaman tíma hjá franska félaginu.
Árið 2022 reyndi Liverpool að fá hann til félagsins ásamt Real Madriid en franski miðillinn L'Equipe greinir frá því að franski leikmaðurinn hafi samþykkt að ganga til liðs við enska félagið.
Samningur hans við PSG var að renna út en hann skrifaði undir nýjan tveggja ára samning, með möguleika á framlengingu um ár til viðbótar.
Stuttu eftir að hann hafði skrifað undir kom babb í bátinn en honum fannst félagið ekki hafa staðið við loforð. Félagið var orðað við menn á borð við Bernardo Silva og Robert Lewandowski en hvorugur kom og að lokum nældi félagið í leikmenn á borð við Vitinha og Fabian Ruiz.
Hann bað um að fá að fara áður en glugganum yrði lokað en hann missti af fyrsta leik tímabilsins en greint var frá því að það var vegna deilna um framtíð hans og hann bað um að spila ekki leikinn. Liverpool og Real Madrid buðu tæplega 170 milljónir punda í leikmanninn en PSG vildi tvöfallt meira fyrir hann og ekkert varð úr því að hann yfirgaf félagið þá.
Mbappe hefur leikið fjóra leiki fyrir Real Madrid í spænsku deildinni og skorað tvö mörk.