Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
   fim 11. september 2025 20:31
Ívan Guðjón Baldursson
Besiktas að krækja í leikmann úr röðum Forest
Mynd: Nottingham Forest
Tyrkneska stórveldið Besiktas er að nálgast samkomulag við Nottingham Forest um félagaskipti fyrir Jota Silva.

Jota er portúgalskur kantmaður sem var keyptur til Forest í fyrrasumar fyrir um 7 milljónir evra.

Hann var notaður sem varaskeifa undir stjórn Nuno Espírito Santo en skilaði þó sínu. Hann kom við sögu í 38 leikjum á síðustu leiktíð og kom að 8 mörkum með beinum hætti, sem er nokkuð gott fyrir varamann.

Besiktas er að fá Jota á lánssamningi með árangurstengdri kaupskyldu.

Hjá Besiktas mun Jota berjast við Joao Mario, Vaclav Cerny, Cengiz Ünder og Milot Rashica.

Joao Mario, Cerny og Ünder voru allir fengnir til Besiktas í sumar, úr röðum Benfica, Wolfsburg og Fenerbahce.

Besiktas er einnig búið að næla sér í menn á borð við Wilfred Ndidi, Felix Uduokhai, Tiago Djaló og Tammy Abraham í sumar.

Jota Silva var næstum farinn til Sporting CP í sumar en félagaskiptin runnu út í sandinn á lokadegi sumargluggans.

Fabrizio Romano hefur sett „here we go!" stimpilinn á félagaskiptin.
Athugasemdir
banner