Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
   fim 11. september 2025 13:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neves reiður út af umfjöllun tímarits um sig og ekkju Jota
Myndin sem um ræðir.
Myndin sem um ræðir.
Mynd: Skjáskot
Portúgalski landsliðsmaðurinn Rúben Neves hefur lýst yfir óánægju sinni með umfjöllun portúgalska tímaritsins TV Guia um samband hans við Rute Cardoso, ekkju Diogo Jota.

Neves var besti vinur Jota en þeir voru gríðarlega nánir. Eftir að Jota lést í bílslysi í sumar þá hefur Neves verið mikið til staðar fyrir fjölskyldu besta vinar síns.

Hann sást til dæmis með Cardoso á Englandi á dögunum þar sem þau heimsóttu heimavöll Wolves saman er Jota var minnst. Jota og Neves spiluðu saman þar.

TV Guia birti á dögunum umfjöllun um samband Neves og Cardoso en á forsíðu tímaritsins er mynd þar sem þau virðast kyssast. Myndin er sem sagt úr jarðarför Jota þar sem Neves kyssir Cardoso á kinnina en á forsíðunni er látið sem það sé eitthvað rómantískt á milli þeirra.

Neves hefur svarað fyrir þetta og er skiljanlega reiður.

„Sá sem setti þessa mynd á forsíðu tímaritsins á ekki skilið að vera hamingjusamur," segir Neves einfaldlega.

„Ég og eiginkona mín, Debora Lourenco, höfum verið saman í ellefu ár. Við erum ánægð og fjölskyldan mín gerir mig stoltan. Á ellefu árum höfum við aldrei lent í neinu vafasömu."

„Við höfum gert okkar besta til að hjálpa Rute og fjölskyldunni á sem mestan hátt. Þessi mynd sem er valin er eins óheppileg og manneskjan sem valdi hana. Ég virði ekki þá sem virða ekki aðra," segir Neves og bætir við:

„Ég er stoltur af konunni minni og fjölskyldunni sem við eigum. Við erum stolt af Rute og styrknum sem hún hefur sýnt, og við erum til staðar fyrir allt sem hún þarf. Hún veit það."

Eftir að Jota lést þá hefur Neves fengið sér húðflúr á fótlegginn af þeim félögum. Hann breytti líka númeri sínu í portúgalska landsliðinu í 21 sem var númerið sem Jota var með á bakinu. Samband þeirra var einstakt.
Athugasemdir