Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 10. september 2025 10:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Raphinha sagður verulega pirraður út í Ancelotti
Raphinha.
Raphinha.
Mynd: EPA
Raphinha, einn besti kantmaður í heimi, er sagður verulega ósáttur út í Carlo Ancelotti, landsliðsþjálfara Brasilíu.

Brasilía tapaði 1-0 fyrir Bólivíu í undankeppni HM í gær en þau úrslit skiptu engu máli fyrir Brassana þar sem þeir voru búnir að tryggja sig inn á mótið fyrir leikinn.

Samkvæmt Diario Sport var Raphinha verulega ósáttur við að hafa komið inn á í tilgangslausum leik við erfiðar aðstæður. Leikurinn var spilaður á velli sem er rúmlega 4000 metra yfir sjávarmáli en það tekur mikið á líkamlega að spila við þannig aðstæður.

Raphinha var sagður mjög þreyttur eftir leikinn og pirraður að hafa þurft að spila.

Hjá Barcelona, félagsliði Raphinha, eru menn væntanlega heldur ekki sáttir. Vinicius, Rodrygo og Eder Militao, leikmenn Real Madrid, voru ekki í hópnum en Ancelotti er fyrrum stjóri Madrídarstórveldisins.
Athugasemdir