Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 10. september 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrrum aðstoðarmaður Ten Hag hafnar Twente
René Hake og Willum
René Hake og Willum
Mynd: EPA
Hollenska félagið Twente er í stjóraleit eftir að Joseph Oosting var látinn taka pokann sinn eftir slæma byrjun á tímabilinu.

Twente var í viðræðum við hollensku goðsögnina Mark van Bommel en hann hafnaði tilboði frá félaginu.

Hollenski miðillinn AD greinir frá því að René Hake, aðstoðarþjálfari Feyenoord, hafi einnig hafnað tilboði frá Twnte.

Hake er 53 ára gamall en hann var aðstoðarþjálfari Man Utd undir stjórn Erik ten Hag í fyrra. Robin van Persie, fyrrum leikmaður Arsenal og Man Utd, er stjóri Feyenoord.

Hake stýrði Go Ahead Eagles frá 2022-2024 en þá var Willum Þór Willumsson leikmaður liðsins.

Twente er með þrjú stig eftir fjóra leiki. Kristian Nökkvi Hlynsson er leikmaður Twente.
Athugasemdir
banner