Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 10. september 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sturluð tölfræði Haaland með landsliðinu
Mynd: EPA
Noregur valtaði yfir Moldóvu í undankeppni HM í gær en lokatölur urðu 11-1. Þetta er stærsti sigur liðsins í keppnisleik.

Markamaskínan Erling Haaland fór hamförum í leiknum en hann skoraði fimm mörk og lagði upp tvö.

Haaland hefur skorað hvorki fleiri né færri en 48 mörk í 45 leikjum. Hann er langmarkahæsti leikmaður í sögu landsliðsins en Jörgen Juve skoraði 33 mörk í 45 leikjum á árunum 1928–1937.

Haaland hefur skorað í átta landsleikjum í röð en hann hefur skorað tíu mörk í sex landsleikjum á árinu.


Athugasemdir