Eins og sagt var frá fyrr í dag þá hefur AEK Aþena verið að reyna að gera allt til að losna við franska framherjann Anthony Martial.
Martial verður þrítugur í desember og kom til AEK frá Manchester United fyrir um ári síðan. Hann kom við sögu í 23 leikjum á síðasta tímabili og skoraði níu mörk; sjö í deildinni og tvö í bikar.
Martial verður þrítugur í desember og kom til AEK frá Manchester United fyrir um ári síðan. Hann kom við sögu í 23 leikjum á síðasta tímabili og skoraði níu mörk; sjö í deildinni og tvö í bikar.
Martial byrjaði vel hjá AEK en svo féll hann í gamla farið, sýndi lélega frammistöðu og lenti í meiðslum, fékk rautt spjald gegn Olympiakos og menn fóru að missa þolinmæðina.
Núna segja grískir fjölmiðlar að AEK sé með samkomulag við mexíkóska félagið Monterrey um félagaskipti Martial. Núna er leikmaðurinn að skipta þangað og verður liðsfélagi Sergio Ramos.
Athugasemdir