Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 10. september 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daníel Freyr á lista yfir bestu táningana
Daníel Freyr Kristjánsson.
Daníel Freyr Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Freyr Kristjánsson er á meðal 200 bestu táninga í heimi að mati lista sem Football Observatory tók saman.

Það eru tveir þættir sem eru teknir með inn í greininguna en það er í fyrsta lagi frammistaða út frá sérstökum gögnum og svo reynsla; það er að segja mínútur spilaðar á góðu stigi.

Lamine Yamal er á toppi listans og næstur kemur liðsfélagi hans hjá Barcelona, miðvörðurinn Pau Cubarsi.

Nafn Daníels er svo neðar á listanum. Daníel er 19 ára gamall vinstri bakvörður sem er samningsbundinn Midtjylland í Danmörku en er á láni hjá Fredericia.

Hann hjálpaði Fredericia að komast upp í dönsku úrvalsdeildina á síðasta tímabili og er núna að spila í sterkustu deild Danmerkur.

Daníel, sem er uppalinn í Stjörnunni, hefur þá alls spilað 35 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Hægt er að skoða listann í heild sinni með því að smella hérna.
Athugasemdir