Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 10. september 2025 11:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spyrja sig hvort úrslitin séu þau verstu í sögu Írlands
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: EPA
Írland fagnar marki.
Írland fagnar marki.
Mynd: EPA
Írland þurfti að sætta sig við hörmulegt tap gegn Armeníu í undankeppni HM í gær. Frammistaða írska liðsins í leiknum var vægast sagt léleg.

Heimir Hallgrímsson er landsliðsþjálfari Írlands en hann er undir mikilli pressu eftir úrslitin. Hans menn eru núna í afar litlum möguleika á að komast á HM en það var markmiðið þegar Heimir var ráðinn, að reyna að vera með á mótinu á næsta ári.

Á vefsíðu breska ríkisútvarpsins er einfaldlega spurt að því hvort að úrslitin í gær séu þau verstu í sögu írska landsliðsins.

„Þegar vandræðalegustu töp Írlands eru metin er erfitt að horfa fram hjá þeirri hörmung sem átti sér stað í 2-1 tapi þeirra gegn Armeníu í Jerevan á þriðjudagskvöldið," segir í grein inni á vefnum.

Þar segir jafnframt að úrslitin endi nánast möguleika Írlands á að komast inn á HM á næsta ári þrátt fyrir að það séu bara tveir leikir búnir.

„Þessi lélega frammistaða leiðir óhjákvæmilega einnig til alvarlegra spurninga um stefnu írska liðsins undir stjórn Heimis Hallgrímssonar og vangaveltna um framtíð hans," segir jafnframt í greininni.

Heimir er með samning sem gildir út undankeppnina og eins og staðan er núna, þá er ólíklegt að það verði framlengt við hann. Heimir hefur núna fjóra leiki til þess að laga stöðuna en útlitið er ekki gott.
Athugasemdir