Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
   þri 09. september 2025 21:57
Kári Snorrason
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland mátti þola grátlegt tap gegn Frakklandi á Prinsavöllum í París fyrr í kvöld. Jón Dagur Þorsteinsson mætti í viðtal að leik loknum.

„Auðvitað eru menn pirraðir eftir að hafa lagt allt í þennan leik og fá ekki neitt út úr þessu. Ég held að eftir nokkra daga að menn fatti að við þurfum bara að halda þessu áfram og þá erum við í bullandi séns í þessum riðli.“

Jón Dagur Þorsteinsson fiskaði Tchouaméni, miðjumann Frakklands og Real Madrid af velli um miðjan síðari hálfleik þegar hann tæklaði Jón Dag harkalega. „Já ég held að ég hafi sloppið vel. Hann náði kálfanum vel en ég held að ég hafi sloppið og að þetta hafi bara verið högg.“

Hugsaðiru strax að þetta væri rautt spjald?
„Já, ég fann bara snertinguna. Ég sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins því ég vissi að hann væri að fara út af.“

Jón var ósáttur við markið sem var tekið af Íslandi undir lok leiks.
„Þetta er mjög soft, ég efast um að þetta færi ekki svona í hina áttina. Ég held að Andri hefði aldrei fengið víti en svona er þetta.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner