
Ísland mátti þola grátlegt tap gegn Frakklandi á Prinsavöllum í París fyrr í kvöld. Jón Dagur Þorsteinsson mætti í viðtal að leik loknum.
„Auðvitað eru menn pirraðir eftir að hafa lagt allt í þennan leik og fá ekki neitt út úr þessu. Ég held að eftir nokkra daga að menn fatti að við þurfum bara að halda þessu áfram og þá erum við í bullandi séns í þessum riðli.“
Jón Dagur Þorsteinsson fiskaði Tchouaméni, miðjumann Frakklands og Real Madrid af velli um miðjan síðari hálfleik þegar hann tæklaði Jón Dag harkalega. „Já ég held að ég hafi sloppið vel. Hann náði kálfanum vel en ég held að ég hafi sloppið og að þetta hafi bara verið högg.“
Hugsaðiru strax að þetta væri rautt spjald?
„Já, ég fann bara snertinguna. Ég sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins því ég vissi að hann væri að fara út af.“
Jón var ósáttur við markið sem var tekið af Íslandi undir lok leiks.
„Þetta er mjög soft, ég efast um að þetta færi ekki svona í hina áttina. Ég held að Andri hefði aldrei fengið víti en svona er þetta.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir