Eins og Fótbolti.net sagði frá áðan þá var brotist inn í Kaplakrika í nótt og peningahirslu stolið.
FH-ingar eru hvergi bangnir eftir innbrotið en þeir slá á létta strengi á samfélagsmiðlum sínum eftir það.
FH-ingar eru hvergi bangnir eftir innbrotið en þeir slá á létta strengi á samfélagsmiðlum sínum eftir það.
„Við fyrstu sýn virðist lítið af verðmætum hafa horfið og vakna þá óhjákvæmilega spurningar hvort um sálfræðihernað mótherja okkar í lokaumferðum Bestu deildarinnar sé að ræða?" segir í yfirlýsingu FH.
„Félagið getur staðfest að þjálfarabækur meistaraflokka félagsins voru ekki teknar í innbrotinu. Leikbók Heimis Guðjónssonar er á sínum stað í læstri hirslu og þeir Guðni og Hlynur taka ávallt sína bók með heim eftir æfingar."
„Uppskriftarbók Sigga Hall er þó horfin af skrifstofunni," segja FH-ingar léttir.
Yfirlýsing vegna innbrots ????
— Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) September 11, 2025
Á sama tíma minnum við á að kvennaliðið tekur á móti Víking í Kaplakrika á morgun og svo fær karlaliðið Fram í heimsókn á sunnudaginn!#ViðErumFH pic.twitter.com/S4ALgkmlZ4
Athugasemdir