Noregur vann sinn stærsta sigur í þrjá áratugi í gær þegar liðið vann 11-1 sigur á Moldóvu í undankeppni HM.
Noregur er á toppnum í sínum riðli í undankeppninni og er núna í möguleika á að komast á sitt fyrsta stórmót síðan HM 2000.
Noregur er á toppnum í sínum riðli í undankeppninni og er núna í möguleika á að komast á sitt fyrsta stórmót síðan HM 2000.
Það er mikil ánægja með norska liðið þessa stundina og kannski einhverjir sem eru að fara fram úr sér. Carl-Erik Torp, sérfræðingur NRK, sagði eftir leikinn í gær að hann væri á þeirri skoðun að Noregur gæti orðið heimsmeistari á næsta ári.
„Við getum unnið HM," sagði Torp. „Leikmennirnir eru að vinna vel saman og eru að sýna sínar bestu hliðar með landsliðinu."
„Á góðum degi getum við unnið alla."
Noregur ætti kannski bara að byrja á því að komast inn á HM fyrst en liðið er vissulega mjög vel mannað.
Athugasemdir