Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 11. september 2025 20:57
Kjartan Leifur Sigurðsson
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var meiri trú og ástríða í augunum á Skagamönnum sem skilaði þeim þessum mörkum," segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-0 tap gegn ÍA í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 Breiðablik

„Það er alveg klárlega áhyggjuefni að það sé meiri ástríða hjá hinu liðinu. Ég átta mig ekki á því afhverju við mætum ekki af meiri krafti. Þetta er lið sem er gott í skyndisóknum og kemur svo með krossa þegar þeir komast hátt upp völlinn og við gerðum ekki nægilega vel."

Breiðablik hefur nú tapað báðum leikjum sínum gegn Skagamönnum með þriggja marka mun.

„Við fáum tvö dauðafæri undir lok fyrri hálfleiks í dag. Ég hefði gjarnan viljað fara með allavega 2-1 í hálfleikinn. Þeir gera svo vel í að loka leiknum í seinni hálfleik og við náum ekki að skapa okkur afgerandi færi. Það var erfitt fyrir að koma til baka."

Einn umferð er eftir áður en mótinu verður tvískipt en Blikar eru nú sjö stigum á eftir toppliði Vals. Dóri var því spurður hvort hann hefði trú á að sínir menn gætu tekið þátt í toppbarátunni.

„Að sjálfsögðu. Við eigum leik á mánudaginn og svo eru leikir innbyrðis hjá þessum liðum í efri hlutanum. Það er stutt á milli í þessu. Ef við hefðum ekki trú á því gætum við bara lagst niður og hætt. Það eru vonbrigði að hafa ekki fengið meira út úr þessum leik í dag."

„Nánast helmingur af stigum okkar í sumar eru á móti toppliðunum þremur fyrir ofan okkur. Þar höfum við átt góða stigasöfnun og leiki. Á móti liðunum verið neðan okkur hefur stigasöfnun ekki verið nógu góð og frammistaðan ekki nógu góð."

Aron Bjarnason var ekki með Blikum í dag og var utan hóps.

„Það kom bakslag í hans kviðmeiðsli sem hafa plágað hann í allt sumar gegn Víkingi. Aron hefur komið sterkur inn og er mikilvægur fyrir okkur. Ég veit ekki hvað er langt í hann en ég held það sé eitthvað í hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner