Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 10. september 2025 14:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ian Jeffs hættir með Hauka
Ian Jeffs.
Ian Jeffs.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Ian Jeffs mun eftir tímabilið hætta sem þjálfari Hauka samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Jeffsy er að klára sitt annað tímabil sem þjálfari Hauka en hann tók við liðinu fyrir tímabilið 2024.

Á hans fyrsta tímabili með liðið enduðu Haukar í sjötta sæti 2. deildar en liðið er núna í sjöunda sæti deildarinnar þegar einn leikur er eftir. Haukar voru framan af í baráttu um efstu tvö sætin en það hefur lítið gengið upp hjá liðinu að undanförnu.

Jeffsy mun stýra Haukum gegn Kára í lokaumferð 2. deildar og hætta svo með liðið.

Dusan Ivkovic, sem hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins, mun einnig hætta störfum.

Haukar hafa verið í 2. deild frá 2020 en á þeim tíma hafa Igor Bjarni Kostic, Atli Sveinn Þórarinsson og Ian Jeffs stýrt liðinu.

Á þjálfaraferli sínum hefur Jeffsy stýrt kvennaliði ÍBV, verið aðstoðarþjálfari kvennalandsliðs Íslands, stýrt karlaliði Þróttar og svo Haukum.
Athugasemdir
banner