Christian Eriksen er enn án félags eftir að hafa yfirgefið Manchester United í sumar. Það eru núna meira en tveir mánuðir síðan samningur hans rann út en hann hefur ekki enn fundið sér nýtt félag.
Eriksen er að æfa þessa stundina með sænska félaginu Malmö en hann mun ekki skrifa undir samning þar. Malmö hefur útilokað það en félagið getur ekki skráð hann í hóp sinn.
Eriksen er að æfa þessa stundina með sænska félaginu Malmö en hann mun ekki skrifa undir samning þar. Malmö hefur útilokað það en félagið getur ekki skráð hann í hóp sinn.
Thomas Gravesen, fyrrum landsliðsmaður Danmerkur, setur stórt spurningamerki við metnaðinn hjá hinum 33 ára gamla Eriksen.
„Ég skil ekki af hverju hann er að æfa með Malmö. Hann getur ekki farið þangað og það eru mun sterkari lið í Danmörku. Það er eins og hann sé þarna til að skemmta sér með vinum sínum. Hvar er metnaður hans til að spila fótbolta?" segir Gravesen.
„Við tölum um að hann hafi verið án félags í þrjá mánuði en það hefur í raun verið staðan síðan í janúar því þá gat hann byrjað að ræða við önnur félög. Hann hefur verið að taka alltof langan tíma í þetta."
Gravesen segist ekki skilja þetta þar sem danska landsliðið þarf á honum að halda. Hann var ekki valinn í síðasta hóp þar sem hann er félagslaus.
Athugasemdir