Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
   þri 09. september 2025 18:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar léttir miðjuna - „Þarf hver og einn að eiga leik lífsins í taktík"
Icelandair
Mikael Neville Anderson kemur inn í byrjunarliðið
Mikael Neville Anderson kemur inn í byrjunarliðið
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland spilar gegn Frakklandi ytra í kvöld í undankeppni HM en Arnar Gunnlaugsson gerir tvær breytingar á liðinu frá 5-0 sigri gegn Aserbaísjan í fyrsta leik undankeppninnar.

Albert Guðmundsson er meiddur og Stefán Teitur Þórðarson sest á bekkinn. Daníel Tristan Guðjohnsen og Mikael Neville Andersson koma inn á.

Lestu um leikinn: Frakkland 2 -  1 Ísland

Arnar var spurður út í hugmyndina á bakvið breytingarnar í viðtali á SÝN Sport fyrir leikinn.

„Hugmyndin er að vera með aðeins léttari miðju. Við verðum líklega mikið í lágvörninni, hafa léttari miðju til að hafa möguleika að þessir fjórir miðjumenn geti tekið við boltanum og leyst ákveðnar stöður. Fáum líka betri hlaup innfyrir og styrk frammi og sterkari leikmenn í föstu leikatriði," sagði Arnar.

Það er ljóst að íslenska liðið muni þurfa að verjast mikið í kvöld en Arnar talaði um að leikmennirnir þurfi að hafa þor í að stíga upp á völlinn á réttum tíima.

„Tölum bara íslensku. Við verðum meirihlutann af leiknum í lágvörninni og þurfum að gera það ógeðslega vel. Ef við ætlum að lifa af í kvöld þarf hver og einn að eiga leik lífsins í taktik. Það má gera tæknilega feila en það er bannað að gera taktíska feila."
Athugasemdir
banner
banner