Enski sóknarmaðurinn Ivan Toney segir að deildin í Sádi-Arabíu sé á pari við ensku úrvalsdeildina.
Toney yfirgaf Brentford á síðasta ári og gekk í raðir Al-Ahli í Sádi-Arabíu þar sem mjög vel greitt fyrir sín störf.
Toney yfirgaf Brentford á síðasta ári og gekk í raðir Al-Ahli í Sádi-Arabíu þar sem mjög vel greitt fyrir sín störf.
Toney er þó á því máli að deildin í Sádi-Arabíu sé með mikil gæði og bestu liðin þar gætu verið að berjast um Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni.
„Að mínu mati er deildin í Sádi-Arabíu á pari við ensku úrvalsdeildina. Ef Al-Ahli væri í ensku úrvalsdeildinni þá værum við nálægt topp fjórum," sagði Toney við Guardian.
„Fólk ætti ekki að líta fram hjá þessari deild. Við sáum Al-Hilal vinna Manchester City í sumar."
Athugasemdir