Heimild: Vísir

Það eru rúmlega tuttugu mínútur liðnar af leik Frakklands og Íslands í París og Ísland hefur tekið forystuna.
Andri Lucas Guðjohnsen skoraði markið eftir frábæra pressu. Ísak Bergmann Jóhannesson pressaði vel á miðjumanninn Michael Olise inn í teig Frakka.
Andri Lucas Guðjohnsen skoraði markið eftir frábæra pressu. Ísak Bergmann Jóhannesson pressaði vel á miðjumanninn Michael Olise inn í teig Frakka.
Lestu um leikinn: Frakkland 2 - 1 Ísland
Olise sendi þversendingu og Andri komst í boltann og skoraði með viðstöðulausu skoti.
Stórkostleg byrjun hjá íslenska liðinu gegn einu besta liði heims.
Athugasemdir