Heimir Hallgrímsson er undir mikilli pressu í starfi sínu sem landsliðsþjálfari Írlands eftir erfiða byrjun í undankeppni HM.
Írland tapaði 2-1 í Armeníu en írskir fjölmiðlar hafa talað um þau úrslit sem ein þau verstu í sögu írska landsliðsins. Írland er með eitt stig eftir tvo leiki og möguleikarnir eru ekki miklir núna.
Írland tapaði 2-1 í Armeníu en írskir fjölmiðlar hafa talað um þau úrslit sem ein þau verstu í sögu írska landsliðsins. Írland er með eitt stig eftir tvo leiki og möguleikarnir eru ekki miklir núna.
Heimir er með samning út undankeppni HM en eins og staðan er núna, þá er ekki líklegt að hann fái nýjan samning.
Írski fjölmiðillinn Irish Examiner er farinn að horfa í það hvað gerist næst. Þeir tóku saman lista yfir fimm þjálfara sem gætu tekið við af Heimi.
Þeir nefna Lee Carsley, þjálfara enska U21 landsliðsins, en segja hann ólíklegan kost. Damien Duff er þá spennandi þjálfari en ólíklegur kostur þar sem hann hefur verið óhræddur við að gagnrýna írska fótboltasambandið.
Robbie Keane og Roy Keane eru þá nefndir en þeir eru hetjur í írskum fótbolta og svo er það Stephen Bradley sem hefur gert virkilega góða hluti með Shamrock Rovers en hann er líklegasti kosturinn ef Heimir nær ekki að koma liðinu á réttan kjöl.
Athugasemdir