Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 10. september 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Sýn Sport 
Elías Rafn: Hefði viljað að það hefði skilað stigi í lokin
Icelandair
Mynd: EPA
Íslensku landsliðsmennirnir voru svekktir eftir naumt tap gegn Frakklandi í undankeppni HM í gær. Andri Lucas Guðjohnsen kom Íslandi yfir en Kylian Mbappe jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu og Bradley Barcola tryggði Frökkum síðan sigurinn.

Lestu um leikinn: Frakkland 2 -  1 Ísland

„Við spilum frábæran leik og erum óheppnir að fá ekki eitt stig. Á móti erum við stoltir af frammistöðunni í dag og í þessum glugga. Það var planið að fara með þrjú stig út úr þessum glugga," sagði Elías Rafn Ólafsson, markvörður, í samtali við Sýn Sport eftir leikinn.

„Við erum að fara í mikilvægan glugga í október. Þá þurfum við fylla völlinn og ná í þessi stig sem við þurfum."

Andri Lucas kom boltanum aftur í netið undir lok leiksins en markið var dæmt af þar sem dómarinn taldi að Andri hafi brotið á Ibrahima Konate með því að rífa í hann.

„Það er erfitt fyrir mig að sjá þetta, ég er svolítið langt í burtu. Ég er búinn að sjá þetta aftur og maður má alveg vera svekktur með þessa ákvörðun. Dómarinn dæmir og hann sér eitthvað, svona er þetta,"

Elías átti frábæran leik en hann var valinn maður leiksins að mati Fótbolta.net.

„Þetta var fínt, að sjálfsögðu hefði maður viljað að það hefði skilað stigi í lokin. Þetta var fínn leikur og við byggjum á þessu," sagði Elías.

Elías var spurður að því hvort hann hafi verið skelkaður að mæta Mbappe á vítapunktinum.

„Ég er stór á móti. Valdi vitlaust horn, svona er þetta, það hefði verið geggjað að verja hann. Hann er bara leikmaður eins og við allir," sagði Elías
Athugasemdir
banner