Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
   mið 10. september 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Real Madrid ætlar að sniðganga Ballon d'Or aftur
Mynd: EPA
Enginn fulltrúi Real Madrid mætti á Ballon d'Or verðlaunahátíðina í fyrra í mótmælaskyni af því að Vinicius Junior var ekki valinn sá besti. Rodri, miðjumaður Man City og spænska landsliðsins, stóð uppi sem sigurvegari.

Spænski miðillinn Marca greinir frá því að enginn á vegum félagsins ætli að mæta á hátíðina í ár sem fram fer þann 22. september.

Þrjátíu leikmenn eru tilnefndir til verðlaunana og þar á meðal eru þrír leikmenn Real Madrid, Kylian Mbappe, Jude Bellingham og Vinicius Junior. Thibaut Courtois er tilnefndur sem besti markvörðurinn og þá er Caroline Weir tilnefnd sem besti leikmaðurinn í kvennaflokki.

Níu leikmenn Real Madrid hafa unnið verðlaunin sem voru veitt í fyrsta sinn árið 1956. Aðeins Barcelona á fleiri fulltrúa eða fjórtán talsins.

Franski landsliðsmaðurinn Ousmane Dembele, leikmaður PSG, er talinn líklegastur til að hreppa verðlaunin.
Athugasemdir
banner