
Aserbaísjan og Úkraína gerðu óvænt jafntefli í dag í okkar riðli í undankeppni HM.
Þetta setur Ísland í bílstjórasætið í baráttunni um annað sætið. Gefum okkur það að Frakkar vinni alla leikina er ljóst að leikirniri gegn Úkraínu eru úrslitaleikir um 2. sætið.
Þetta setur Ísland í bílstjórasætið í baráttunni um annað sætið. Gefum okkur það að Frakkar vinni alla leikina er ljóst að leikirniri gegn Úkraínu eru úrslitaleikir um 2. sætið.
Kári Árnason og Bjarni Guðjónsson ræddu möguleika Íslands í upphitun á SÝN Sport fyrir leik Frakka og Íslands í kvöld.
„Úrslitin í kvöld (gegn Frakklandi) skipta kannski ekki öllu máli en að ná í stig væri auðvitað frábært. En bara þetta jafntefli sem Aserbaísjan nær á móti Úkraínu setur stöðuna í riðlinum í okkar hendur," sagði Bjarni.
„Við erum að horfa á það að tvö jafntefli gegn Úkraínu kemur okkur í 2. sæti. Gefið að við vinnum Aserbaísjan sem við eigum að gera miðað við hvað við sýndum á Laugardalsvelli," sagði Kári.
Landslið karla - HM 2026
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4 - 1 | +3 | 6 |
2. Ísland | 2 | 1 | 0 | 1 | 6 - 2 | +4 | 3 |
3. Úkraína | 2 | 0 | 1 | 1 | 1 - 3 | -2 | 1 |
4. Aserbaísjan | 2 | 0 | 1 | 1 | 1 - 6 | -5 | 1 |
Athugasemdir