
Það var allt jafnt í leik Frakklands og Íslands í hálfleik í undankeppni HM. Andri Lucas Guðjohnsen kom Íslandi yfir eftir góða pressu en Kylian Mbappe jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu.
Kári Árnason og Bjarni Guðjónsson fóru yfir fyrri hálfleikinn í umfjölluninni á SÝN Sport.
Kári Árnason og Bjarni Guðjónsson fóru yfir fyrri hálfleikinn í umfjölluninni á SÝN Sport.
„Taktín hjá Arnari hefur gengið vel. Ísak og Hákon hafa verið sérstaklega góðir í pressunni," sagði Bjarni.
„Þeir eru fullkomlega skuldbundnir í pressu. Þetta er ástæðan fyrir því að hann léttir miðjuna, Ísak getur hlaupið og hlaupið. Hann er að pressa aftasta mann, Olise aðeins of svalur í móttöku og nálgun og er refsað fyrir það. Frábært að sjá," sagði Kári.
Frakkland fékk vítaspyrnu þegar MIkael Neville Anderson steig á Marcus Thuram.
„Ég hef talað um þetta milljón sinnum, þú verður að kunna að verjast þríhyrningaspili. Þarna er hann á Mikael en fer auglljóslega yfir á Hákon. Hann tekur algjörlega augun af manninum og hann kemst bakvið hann. Þá er Mikael á eftir honum," sagði Kári.
„Hákon getur gert betur í þessu atviki en þetta er klaufalegt víti, þetta þarf ekki að gerast. Hann getur ekki náð í boltann, hann verður að láta hann fara."
„Mér finnst leikurinn hafa verið settur mjög vel upp af Arnari. Hann verður að setja ferskar lappir inn á til þess að við getum ógnað. Við verðum að fá einhverjar skyndisóknir og föst leikatriði til að gera okkur líklega," sagði Kári að lokum.
Athugasemdir