Ómar Björn Stefánsson, leikmaður ÍA, skoraði fyrsta mark sinna manna í 3-0 sigri gegn Breiðabliki. Hann var kampakátur í leikslok.
Lestu um leikinn: ÍA 3 - 0 Breiðablik
„Þetta er bara geðveikt. Að vinna 3-0 gegn Blikum er auðvitað risastórt en nú er það bara næsti leikur."
Eins og áður segir kom Ómar sínum mönnum á blað. Skagamenn byrjuðu leikinn mun betur.
„Þetta var geggjað. Þetta kom eftir eitthvað klafs í teignum og ég bara klára þetta bara vel finnst mér."
Skagamenn hafa unnið báða leiki sína gegn Breiðabliki með þremur mörkum í sumar.
„Ég veit ekki svarið við því hvað veldur þessu. Við erum greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum, ég veit ekki hvað það er."
Skagamenn þurftu sigur í dag til að halda vonum sínum um áframhaldandi í veru í deildinni á lífi. Þeir eru nú fimm stigum frá öruggu sæti.
„Nú er það bara næsti leikur gegn Aftureldingu og þá erum við komnir algjörlega aftur inn í þetta ef við tökum þá. Ég held við mætum bara með sama hugarfar inn í þann leik og við gerðum í dag og þá getum við gert ansi mikið."
Athugasemdir